Við Skakki erum byrjuð að skoða útlandaferðir. Okkur langar að vera í útlöndum yfir áramótin. Það urðu nefnilega gífurleg vonbrigði svo ekki sé meira sagt þegar í ljós kom að barnunginn yrði ekki kominn heim fyrir jólin. Svo mikil að í rauninni get ég ekki hugsað mér að vera heima yfir þessi tímamót. Við vitum hins vegar ekkert hvar við viljum frekar vera. Í borg eða sveit eða hvar. Hinsvegar þurfum við að taka ákvörðun fljótlega svo við fáum flug þangað sem við förum eða þannig!
19 september 2006
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka