Ég er búin að leggja sólar sumarseið og á von á að sumarið bresti á ekki síðar en á morgun. Takið fram sólardressin og bikiníin og skverið ykkur á svalirnar. Ekki verra að hafa sólarvörnina tilbúna!!! Ég ákvað að vera í fyrra fallinu og mætti í sólríkum og blómlegum sumarkjól sem er þegar búin að gleðja slatta af vinnufélögunum. Ef maður getur ekki unnið veðurguðina þá breytir maður um takt!
15 júní 2006
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka