Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 júní 2006

Það er nú alltaf gott að koma heim til sín aftur þó útlöndin séu líka skemmtileg. Það eina sem mér finnst leiðinlegt er að ég er gjörsamlega að missa af þessari frábæru frænku sem ég á þarna í Svíaríkinu. Hvers eigum við frænkur eiginlega að gjalda?



Það var sól í Svíþjóð og ég misnotaði hana eins og ég gat með þeim afleiðingum að það stórsér á hálsinum, öxlunum og öðru hnénu. Jamm geng um með annað hnéð brúnt og fallegt en hitt er jafn hundaskitshvítt og áður. En mikið er samt notalegt að vera á stað þar sem er SUMAR en ekki einhver framlenging á vetrinum eða grínmynd að vori. Þó maður kunni sér ekki hóf og þurfi á læknishjálp að halda á eftir haha

Fór í hinna alræmdu sveitaferð í gær að skoða dýrin með leikskóla Molans. Oh mæ god hvað ég er lítil sveitakona, eins gott að ég bý í borginni. það má bara hreinlega tyggja loftið inni hjá dýrunum. Sem betur fer er hann með jafnmikið músarhjarta og ég þannig að við vorum snögg að skoða dýrin en eyddum þeim meiri tíma í leiktækjunum. Sem var sko fínt af minni hálfu

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger