Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 apríl 2006

Þá er stefnan tekin á fríhelgi í sumarbústað um helgina. Stórfjölskylda Skakka er búin að skipuleggja heilmikla ferð og lagt verður af stað á föstudagskvöld. Viktor verður með í för og er hann orðinn all spenntur. Hann er að fara í frí og ætlar með flugi. Við hin ætlum nú bara að keyra í gömlu beyglunni. Við hljótum að ná saman einhversstaðar, ég vissi ekki einu sinni að það væri flogið í þessa sumarbústaði en svona vita börnin nú alltaf meir en við hin (ha!). Þetta verður örugglega skemmtilegt.

Við Skakki er búin að kaupa þessa fínu ferðatölvu og hún hefur skapað heilmikla óreiðu á heimilinu. Það er nefnilega verið að reyna að tengja hana við adsl kerfið sem fyrir er og varð það til þess að hún drap gömlu tölvuna. Já einmitt..gerir maður svoleiðis? Þannig að í kvöld þarf að reyna að koma þessu heim og saman áður en Skakki fær alvarleg fráhvarfseinkenni frá Netinu. Ég fæ ekki svoleiðis enda sítengd allan sólarhringinn haha, nei þetta var nú kannski bara óþarfi en sem sagt í kvöld ætlum við að reyna að koma þessu saman og þurfum kannski að hringja eftir hjálp í þann eina sem við þekkjum sem er með adsl málin á 150%tæru. Já einmitt leigubílstjórann fyrrverandi. En það kemur í ljós.. persónulega þoli ég ekki svona uppsetnignar á tölvum. Finnst ég alltaf eins og hálfviti og geðheilsa mín er í varanlegri hættu meðan ég er að koma þessu heim og saman. látið mig hinsvegar fá forrit og ég skal búa til leiðbeiningar á það á örskömmum tíma þó ég hafi aldrei séð það áður.. bara ef ég þarf ekki að koma við tækniglundrið sem er á bak við (hrollur)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger