Vinkonur mínar fóru út í búð að versla. Það er ekki í frásögur færandi svo sem nema fyrir þá staðreynd að þeim fannst svo margt flott í búðinni að þær keyptu hana bara. Það var ódýrara heldur en kaupa allt sem þær langaði í. TIL HAMINGJU!!!!!! Ég er ánægð með svona konur. Skakki varð svo inponeraður (flott orð "inponeraður" sem ég hef lengi verið að reyna að troða inn í texta) að hann fór og keypti fartölvu. Jáhá, litla og sæta fartölvu sem hann getur haft með sér til Færeyja en hann er á leið þangað í næstu viku og ætlar að vera þar þar til við meigum skutlast til Kína að sækja barnið okkar. Grey kallinn, hann verður LENGI LENGI í Færeyjum. Eins gott að hann fékk sér tölvu!
25 apríl 2006
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka