Það er svo brjálað að gera í baráttunni að tölvupóstarnir þjóta á milli eins og eldingar. Ég bara skil ekki hvað við mannkynið gerðum áður en við föttuðum upp á þessum tölvupósti. Þarna situr hver í sínu horni og sendir út fjölda bréfa til ráðanda afla í þjóðfélaginu og senda svo sín á milli viðbrögð þessara ráðmanna. Allt á fullu sko. Skakki má varla vera að því að borða því hann þarf að svara öllum þessum pósti.
Kínverskunámið gengur fínt (not) en ég er alla vega að fatta svona hvernig málfræðin virðist virka. Fyrsta skrefið held ég. Bókin er mjög fín og ég er að spá í að setja hana undir koddann og gá hvort það skili sér ekki eitthvað inn meðan ég sef haha. Eins gott að ég hef nógan tíma til að læra þetta því það virðist sem tíminn sé ekkert að styttast.
Kínverskunámið gengur fínt (not) en ég er alla vega að fatta svona hvernig málfræðin virðist virka. Fyrsta skrefið held ég. Bókin er mjög fín og ég er að spá í að setja hana undir koddann og gá hvort það skili sér ekki eitthvað inn meðan ég sef haha. Eins gott að ég hef nógan tíma til að læra þetta því það virðist sem tíminn sé ekkert að styttast.