Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 janúar 2006

Voðalega var þetta skemmtileg helgi. Hún var að vísu heldur stutt þrátt fyrir að ég hafi verið í fríi eftir hádegi á föstudag en ég fór að vinna á laugardagsmorgun í staðinn þar sem eitt námskeiðið var að klárast.

Við hittum tilvonandi ferðafélagana okkar og það kom í ljós að líklega verðum við 32 á heimleiðinni. Það er nú bara enginn smá hópur. Hann samanstendur af um það bil 20 fullorðnum og síðan eru það börnin sem verða sótt og börnin sem fara með til að sækja. Þetta verður ægilega spennandi. Það er strax búið að stinga upp á næsta hittingi í byrjun mars. Við vorum nefnilega öll sammála um það að viljum vera búin að kynnast vel áður en við leggjum í þessa miklu ferð.

Ég fékk gesti í gærdag og tengdaforeldrar mínir gáfu mér bókina um Terracotta herinn í Kína. Ég var búin að vera að skoða myndir af honum og varð því ægilega glöð að eignast þessa bók. Við komum nú eflaust ekkert til að sjá hann en hver veit. Við vitum ekert hvert við förum ennþá þannig að kannski verðum við á slóðum hans. Þá verð ég samt að passa mig að vera ekki mjög kvefuð þannig að þetta gerist ekki:

Terracotta Warriors

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger