Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 janúar 2005

Ég fer á fætur á óguðlegum tíma á morgnana. Ég klæði mig, borða morgunmat og bursta tennur og ég held að ég sé sofandi meðan ég geri þessi verk. Síðan staulast ég meira eða minna sofandi út í bíl og sit þar hálfdofin meðan Skakki brunar í vinnuna. Skipti svo um sæti og set á sjálfstýringuna og get þannig sofið næstum alla leið í vinnuna. Nema í morgun! Í morgun vaknaði ég all hastarlega á miðri leið við að bíllinn missti afl og rauð ljós tóku að blikka í ífellu. Sljór heilinn var smátíma að meðtaka skilaboðin og hélt í fyrstu að þetta væru sírenur löggunnar. En hey, þau ljós eru blá og þau blikka ekki í mælaborðinu mínu, þó löggan sé öflug. Þetta voru nefnilega olíuljósin!!!

ANDSK. Og ég sem setti olíu á bílinn í september. Hva, þarf mar alltaf að vera spreða á þetta rándýrri olíu? Ég bara spyr.

Ég sat í bílnum smá stund og var að spá í hvað væri best að gera. Hringja í einhvern? (Bifvélavirkjann eða vélvirkjann) Eða labba af stað og leita að bensínstöð en sljór heilinn hélt hann hefði kannski séð eina í nanósek. er við þutum framhjá. Ég hringdi! Vélvirkinn stundi! Sagði: "Æ, það er ekki gott"
Ég sagði "Nei"
Þögn!
Vélvirkinn: "Prufaðu að setja hann í gang aftur og keyra að næstu bensínstöð sem á að vera rétt fyrir framan þig eða rétt fyrir aftan þig"

Bíllinn fór í gang og ég keyrði með krosslagða fingur (og fætur) að næstu bensínstöð. Keypti líka pepsi til að hressa mig við eftir viðburðaríkan morgun og spáið í einu: Þegar þarna var komið sögu var klukkan enn tíu mínútum frá því að vera ORÐIN átta!

Ókristilegur fótaferðatími!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger