Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 janúar 2005

Ég er svo afskaplega ekki í stuði til að vinna. Verkefnin eru nóg en einbeitingin engin. Áðan ákvað ég að skella eins og einum leiðbeiningum á Innra Netið. Það heppnaðist svo vel að ég þurrkaði út grein sem var þar fyrir og hef ekki hugmynd um hvernig ég fór að því (stuna). Held ég ætti bara að vera heima eða í kringlunni eða eitthvað. Gæti alveg hugsað mér að vera bara í einhverri búð að versla eða skoða eða eitthvað. Alla vega eitthvað annað en reyna að skilja hvað ég gerði til að þurrka út netið. Mar á ekki að vera skipta sér að því sem mar kann ekki!

Annars þarf ég að rölta um svæðið og ath hverja vantar enn leiðbeiningar á símann. Ég er að reyna að herða mig upp í það því þetta eru óravegalengdir. Ég held að labb um efri og neðri hæð sé bara hátt í að vera labb dagsins, engin þörf á að labba eftir að heim er komið. Og ef ég þarf að kaupa mér kók (sem ég þarf auðvitað ekki því það er enginn kókvél) þá þarf ég að labba yfir alla fyrstu hæðina. Ég og kókvélin verðum nefnilega á sitthvorum endanum á hæðinni. Úff. Þetta er svo langt að ef ég stend á mínum enda þá sé ég ekki hvaða fólk er að vesenast hinumegin. Eina gleðin í þessu öllu er að ég fældi samhergismann minn í burtu áður en hann byrjaði að deilda með mér herberginu. Er því í einkaskoti og er það alveg fínt. Er samt alveg að verða komin með sömu tilfinninguna og ég fékk þegar ég byrjaði hér fyrst. Að ég sé bara ein í heiminum. Enginn annar sé að vinna hér því ég sé engann....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger