Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 desember 2004

Í gærkvöldi kviknaði smá týra, ekki heilmikið ljós en smá týra. Ég veit nú hvernig á að reikna staðalfrávik og breyta X skori í Z skor og aftur til baka. Mikið assgoti leið mér vel þegar ég var búin að ljúka þessu afreki. Held það sé satt sem amma hans Skakka sagði við mig á sunnudaginn var: "Anna mín þú ert fæddur stærðfræðisnillingur" Henni hálfsárnaði við mig þegar ég sagði henni að það væri ljótt að gera gys að fólki því hún sagðist ekki vera að gera grín að mér heldur væri þetta staðföst trú á mér. Jamm ég hef ekki haft þessa sömu trú en ætti kannski að fara að gera það eftir kvöldið í gær. Málið er að mér finnst ekki leiðinlegt að reikna. Þetta er svo mikið tilbreyting frá þessum kjaftafögum sem ég er með alla daga. Þetta er svo klippt og skorið.. ef maður hefur nógan tíma til að lista allt upp og færa á milli dálka og svo kemur útkoma sem er rétt eða röng.. þarf ekkert að ræða það á mörgum fundum. Málið er hins vegar að þó mér þyki þetta skemmtilegt þá er ég svo lengi að fatta hvað ég á að gera og hvernig. Og ef búið er að sitja dæmið í einhvern orðaskrúða þá er ég svo lengi að fatta hvað það er sem tilheyrir dæminu og hvað er bara kjaftæði til að rugla mig. Ég skil ekki alveg afhverju ég er með þessa mynd af mér sem lélegri í stærðfræði því ég er ekkert viss um að ég væri það ef ég hefði nógan tíma og aðeins meiri trú á mér. Soldið gott að vera fatta þetta svona í lok námsins. Ég ætti kannski að hella mér út í doktorinn með þessa visku í fararteskinu? Naw.. held ekki...

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger