Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

09 desember 2004

Ég hef alveg gleymt að segja frá nýja konfektkassanum mínum sem Skakki færði mér úr síðustu veiðiferð (Föröjarna). Þetta er kannski ekki neitt óvenjulega mikið magn (1kg) en það sem er alveg brilljant er að það er ekki verið að troða namminu á margar hæðir til að minnka ummál kassans. Nei Toni Berg setur þetta bara á eina hæð og úr verður þessi líka HJÚTS konfektskassi. Ég mun taka eins og eina mynd af honum um helgina (Molinn er með vélina í láni) og smella hér inn.

Í nótt dreymdi mig bara vikmörk og öryggismörk. Verst að ég veit ekki hvað það er en held að það sé eitthvað sem gæti kannski komið á prófinu á morgun haha ofsalega verður gaman hjá bæði mér og þá ekki síður kennaranum þegar hann fer að fara yfir bullið. Það besta við það er að hann (hún) verður eflaust snögg því ég hef ekki mikið til að skrifa um. Er samt að verða búin að endurskrifa glósurnar mínar á formúlublöðin. Nú kemur sér það vel að geta skrifað svona smátt og kem ég því meira efni á blöðin. Held hinsvegar að það sé ekki ætlast til að maður geri þetta svona það er sko spurning hvað þeir gera þegar þeir sjá blöðin mín. Önnur spurning er líka hvort ég geti lesið þessa örsmáu skrift í stressinu á morgun. Þetta er spennandi!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger