Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 júní 2004

Þá eru þessar blessaðar kosningar yfirstaðnar og við með sama forseta í fjögur ár í viðbót. Ekki get ég sagt að ég hlakki til að hlusta á tuðið næstu vikur um það hvort það sé sigur eða tap að svo margir skiluðu auðu. Ég hélt að autt væri autt og hef aldrei skilið tilganginn með því að fara á kjörstað ef ekki á að kjósa. Autt er bara að taka blaðið og stinga því í dallinn. Sem sagt engin skoðun eða þori ekki taka afstöðu.

Ég er enn að skoða kylfur. Þetta er að verða jafnspennandi og þegar skakki skoðar myndavélar. En hey, mar verður að hafa eitthvað fyrir stafni. En mikið jöfla er misjöfn þjónustan í þessum golfbúðum. Mesta sölukonan var í dýru búðinni og svo var fín þjónusta í Golfbúðinni Hafnarfirði og í Hole in One. Nevada Bob hinsvegar nennir alls ekki að sinna einhverjum kellum sem ekkert kunna. Þeir standa bara og tala um golf við félagana. MJÖG uppörvandi fyrir þá sem lítið kunna og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bera sig að.

Taldi úr aurabaukum heimilisins í gær og þar var smá upphæð. Fór líka með allar dósabirgðirnar og fékk fyrir það rúmar 2000 krónur og afrekaði það svo að TÝNA 2000 kallseðlinum. Jöfla gleði. hefði alveg eins getað hent dósadruslunum beint í ruslið. Nei kannski ekki alveg en hér um bil. Er búin að vera að ergja mig yfir þessu í morgun.

MAB er búin að vera rúma viku í Ammeríku. Hún á að vera í siglingu og alles. Reikna ekki með að hún sé að spila golf haha hinsvegar hef ég frá yfirmanni mínum að svona siglingar séu alveg brilljant, þar sé meira segja hægt að fara í íshlaðborð. Jamm ekki bara morgunverðar- eða kvöldverðarhlaðborð heldur íshlaðborð. Ég mundi bara vera þar alla ferðina haha



script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger