Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

01 júlí 2004

Ég er komin með nýja tölvu ligga ligga lá. Þetta er svona glæsitölva, svört dell og alveg pínulítil og sæt. Það varð allt einu fullt af plássi á borðinu mínu þegar hlunkurinn hvarf. Það kom nú ekki til af góðu að ég fékk nýja tölvu, nei málið var að þegar hlunkurinn var búinn að henda mér út meira en tíu sinnum í gær þá varð mér eiginlega nóg boðið. Þá var ég búin að vinna sum verkefnin tvisvar og sum þrisvar. Lyklaborðið er eins og hugur manns, úff ég finn það núna hvað hitt lyklaborðið var hræðilegt. Svona getur maður vanist slæmum hlutum þannig að þeir séu bara allt í lagi!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger