Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 júní 2004

Ég hef gleymt að skrifa! Þetta er nú bara alveg í fyrsta sinn sem það hefur gerst og ég hef ekki einu sinni mér til afsökunar að ég hafi mikið að gera. Að vísu er ég búin að sitja við skriftir, 2-3 tíma á dag og afraksturinn skilaði sér í morgun þegar kennarinn og hópurinn hrósuðu mér fyrir að þetta væri allt að koma hjá mér YES loksins.

Ég fór annars í kvennahlaupið á laugardaginn í geggjaðri blíðu. Annað eins hefur bara ekki sést í lengri tíma. Mér fannst að vísu ekki vera neitt nema óléttar kellingar í hlaupinu en reikna með að svo hafi nú kannski ekki verið. Kannski eru bara svona ófrjóar konur eins og ég með radar á allar hinar sem eru það ekki? Eða hvað? haha

Er að skoða golfkylfur og sett á fullu núna. Er að hugsa um að byrja bara að æfa þetta á fullu. Ég á tvær kylfur en þar sem ég er dvergur eru þær frekar langar fyrir mig og ég þarf að fá styttri og þá langar mig í tösku líka. Þetta er allt í endurskoðun núna!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger