Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 júní 2004

Ég get ekki sofið! Ég er með martraðir og og opna augun á 5 mín fresti. Ástæðan er dularfull. Það er nefnilega ekki hitinn sem er að fara með mig núna. Nei mér er alveg sama um allan hitann, því meira því betra. Nei málið er að mig langar svo í alvöru golfaragræjur. Ekki svona tvær risakylfur í bakpoka eins og ég er með. Nei mig langar í alvöru kylfur í flottum poka. Þess vegna get ég ekki sofið! Ég hugsa um þetta á 5 mín fresti. Í gær fann ég nefnilega græjurnar sem ég gæti hugsað mér að eiga en þær eru svona frekar dýrar. Eða sko þær eru ekkert rosa dýrar en fyrir eymingja eins og mig sem á aldrei pening eru þær ROSA dýrar. Ég veit bara ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessu. Á ég að fara að fjárfesta í svona græjum eða á ég að þrauka þetta tímabil?

ps bendi á það að ég mun ekki fara neitt í sumarfríinu mínu þannig að ég mun ekki eyða neinu þar (stuna) en gæti kannski farið með græjurnar á æft mig? Eða kannski mundi ég ekkert gera það....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger