Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 júní 2004

Og ég heyri aftur! Ég var nefnilega hætt að heyra á hægra eyranu því ég var með svo mikla hellu. Fór til læknis í morgun og hann var sjö mínútur að lækna mig. Ryksugaði á mér eyrað og fjarlægði þar með mergtappa. Já já svona skítatappa! Hann spurði hvað ég hefi verið lengi svona og ég sagði honum eins og var að það væru 5 vikur og þá brosti hann ægilega sætt og sagði "þú hefðir mátt bíða lengi eftir að þetta færi, eiginlega var þetta ekki á leinni neitt í burtu og þú hefðir kannski losnað við þetta þegar þú færir hinum megin!"

Já, já eins gott að ég hunskaðist af stað. Sit núna og heyri grasið gróa og flugurnar suða......

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger