Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 júní 2004

Mér var boðið í bröns í gær hjá tengdaforeldrunum. Þau voru að fagna heimkomu Árna og Maríu og prinsessunnar. Skakki var að veiða fisk til að búa okkur undir langan, strangan vetur þannig að ég mætti bara ein fyrir hönd okkar beggja.

Mér finnst gaman að fara í bröns. Bara gaman sko! Af hverju er þetta ekki reglulegur viðburður í okkar annars fábreytta lífi? Handy sisters gætu t.d. haft bröns einu sinni í mánuði.. eða eitthvað... Og það er allur dagurinn eftir þegar mar er búinn að borða..

Annars varð ég fyrir þeirri skemmtilegu reynslu á laugardaginn að það hringdi í mig kona frá gallup og bað mig að taka þátt í rýnihóp um eitthvað málefni. Ég varð ægilega spennt því mig langar svo að vita hvernig svona virkar og sagði strax já. Hún sagði að ég mundi fá borgað fyrir að taka þátt. Ekki var það nú verra! Heilar fimmþúsund krónur í vöruúttekt í Smáralindinni. WOW ég var ægilega glöð og þegar ég lagði á fór ég strax að eyða peningunum í huganum og ákvað í snarhasti að kaupa mér golftösku! Ég fór fram í eldhús og þá hringdi síminn aftur. Það var Gallupkonan að segja mér að því miður hefði hún gert mistök því hún mætti bara taka visst marga í hverjum aldursflokki og því miður væri það ég sem væri ofaukið. Ég sagði að það væri allt í lagi, lagði símann á og í huganum fór ég og skilaði fínu golftöskunni aftur!

Moral of the story? Jú aldrei að eyða peningunum fyrr en mar fær þá í hendur!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger