Ég er sammála Hjartanusem er að rífast yfir heilbrigðiskerfinu. Þetta er alveg satt, það endar með því að maður verður sendur heim með pokann í æð. Þegar ég fór í þennan eina uppskurð sem ég hef farið í á ævinni var ég send heim með stólpípudrasl til að laxera, sprautu með blóðþynningarefni til að sprauta í vöðva og fyrirmæli hvaða svæði ég ætti að vera búin að raka og hvað ég þyrfti að fasta lengi. Föstunarparturinn var auðveldastur. Ekkert mál að hætta að éta. Ég gat líka klórað mig fram úr því að raka allt draslið vel og vandlega. Stólpípan olli mér hinsvegar vandræðum. Ég hafði aldrei (og hef aldrei aftur) gert svoleiðis og ég var ekki að skilja þetta. Held enn að þetta hafi ekki virkað eins og þetta átti að gera því tímalengdin var allt önnur hjá mér heldur en stóð í leiðbeininunum. Þá varð ég taugaveikluð! Síðan kom sprautan! Við erum að tala um að allflestir Íslendingar eru með sprautufóbíu á háu stigi og ég þar engin undantekning (þetta var fyrir tvær sprautur á dag tímabilið). Ég horfði því á þessa hlussu sprautu með þvílíkum hryllingi að það var eins í henni væri aflífunarefni en ekki blóðþynningarefni. Á endanum hringdi ég í Hjartað og fékk að koma til hennar með sprautuna, lagðist í sófann hjá henni og hún sprautaði mig listavel. Ég fékk að vísu mar eftir það og læknirinn spurði með þjósti hvað þetta væri. Ég horfði á hann með sakleysi þess sem ekki kann neitt fyrir sér í sjúkrahúsfræðum (las að vísu rauðu sjúkrahússögurnar þegar ég var yngri en þær bjuggu mig ekki undir þetta heldur bara að læknar væru háir dökkhærðir og myndarlegir. Minn læknir var bara hár) og sagði með þjósti "þetta er eftir sprautuna sem ÞIÐ senduð mig með heim"
Síðan fór auðvitað allt í vitleysu. Læknirinn mætti ekki klukkan 8 til að skera mig eins og um hafði verið rætt heldur klukkan 11. Þá var ég að dauða komin úr hungri eftir að hafa ekki étið frá klukkan 6 kvöldið áður. Þar sem hann mætti ekki á umsömdum tíma höfðu hjúkkurnar hætt við að gefa mér einhver trippkokteil til að ég væri haldin skammtíma gleði yfir uppskurðinum. Ég fór því upp alveg glaðvakandi og gjörsamlega starving. En það var einhver góð skurðstofuhjúkka sem gaf mér eitthvað í staðinn svo ég varð lítið vör við skurðinn sjálfan þrátt fyrir að hann tæki tæpa þrjá tíma.
Meðan ég beið eftir lækninum þá las ég eina af bókunum sem ég hafði komið með mér. Ég var klædd í slopp sem var opinn að aftan og háa hvíta skurðstofusokka. Hjúkkurnar lögðu mikla áherslu á að ég stigi EKKI fram úr rúminu í þessum sokkum. En það leið að því að ég þyrfti að pissa og þá þurfti ég að leita að sokkunum mínum, klæða mig úr þessum sérhönnuðu flottu sokkum og bruna fram með sloppinn eins og tjald á eftir mér. Ég reyndi nú að halda fast svo fólk sæi ekki rassinn en veit ekki hvort það hafði nokkuð upp á sig. Þegar ég kom til baka í rúmið þá var það veskú aftur úr sokkunum og í fínu hvítu sokkana. Tek það fram að meðan á þessu öllu stóð var ég brókarlaus þar sem það var bara sloppurinn og sokkarnir sem þóttu tilhíðlegur klæðnaður á þessum stað. Það er skrítið að liggja í rúminu íklæddur sokkum upp á mið læri og í flík sem er opin í bakið. Og engu öðru. Skrítin tilfinning! Og þetta hefur ekkert með #sexý" tilfinningu að gera því ég held að sé varla til meira ósexý kæðnaður heldur en ég var kædd á þessu momenti!
Dagurinn fyrir uppskurðinn var líka sögulegur því ég missti röddina og gat ekki talað. Það kom ekkert hljóð jafnvel þó ég reyndi að hvísla. Þetta varð til þess að sjúkrahúsliðið fylltist af panik og kallað var á einhvern sérfræðing í lungum til að ákveða hvort óhætt væri að svæfa mig. Það tók hálfan dag að ákveða það og meðan var ég auðvitað alveg jafn hás. Meðan ég beið eftir að læknar tækju rétta ákvöðrun því ég ætlaði að fara í þennan uppskurð með góðu eða illu, þá skoðuðu mig allir þeir læknar sem áttu leið hjá. Ég var orðin ansi snögg að rífa mig úr buxunum og þegar þeir voru búnir að gramsa að villd en ekki fundið það sem þeir voru að leita eftir þá sagði ég alltaf "þetta er svo aftarlega að það finnst ekki við þreifingu" haha sjá svipinn á liðinu. það þýddi samt ekki neitt að segja það áður en byrjað var að leita því allir vita að við sem ekki höfum lært neitt í læknisfræði vitum ekkert í okkar haus! Ég vissi þetta samt því það var nú ekkert smá sem ég var búin að líða fyrir þennan fjanda. Og alltaf var ég jafn hás. Fólk hvíslaði alltaf með mér og það var sama þó ég reyndi að segja að þetta væri bara hæsi, allir héldu áfram að hvísla. Mjög fyndið.
Síðan fór auðvitað allt í vitleysu. Læknirinn mætti ekki klukkan 8 til að skera mig eins og um hafði verið rætt heldur klukkan 11. Þá var ég að dauða komin úr hungri eftir að hafa ekki étið frá klukkan 6 kvöldið áður. Þar sem hann mætti ekki á umsömdum tíma höfðu hjúkkurnar hætt við að gefa mér einhver trippkokteil til að ég væri haldin skammtíma gleði yfir uppskurðinum. Ég fór því upp alveg glaðvakandi og gjörsamlega starving. En það var einhver góð skurðstofuhjúkka sem gaf mér eitthvað í staðinn svo ég varð lítið vör við skurðinn sjálfan þrátt fyrir að hann tæki tæpa þrjá tíma.
Meðan ég beið eftir lækninum þá las ég eina af bókunum sem ég hafði komið með mér. Ég var klædd í slopp sem var opinn að aftan og háa hvíta skurðstofusokka. Hjúkkurnar lögðu mikla áherslu á að ég stigi EKKI fram úr rúminu í þessum sokkum. En það leið að því að ég þyrfti að pissa og þá þurfti ég að leita að sokkunum mínum, klæða mig úr þessum sérhönnuðu flottu sokkum og bruna fram með sloppinn eins og tjald á eftir mér. Ég reyndi nú að halda fast svo fólk sæi ekki rassinn en veit ekki hvort það hafði nokkuð upp á sig. Þegar ég kom til baka í rúmið þá var það veskú aftur úr sokkunum og í fínu hvítu sokkana. Tek það fram að meðan á þessu öllu stóð var ég brókarlaus þar sem það var bara sloppurinn og sokkarnir sem þóttu tilhíðlegur klæðnaður á þessum stað. Það er skrítið að liggja í rúminu íklæddur sokkum upp á mið læri og í flík sem er opin í bakið. Og engu öðru. Skrítin tilfinning! Og þetta hefur ekkert með #sexý" tilfinningu að gera því ég held að sé varla til meira ósexý kæðnaður heldur en ég var kædd á þessu momenti!
Dagurinn fyrir uppskurðinn var líka sögulegur því ég missti röddina og gat ekki talað. Það kom ekkert hljóð jafnvel þó ég reyndi að hvísla. Þetta varð til þess að sjúkrahúsliðið fylltist af panik og kallað var á einhvern sérfræðing í lungum til að ákveða hvort óhætt væri að svæfa mig. Það tók hálfan dag að ákveða það og meðan var ég auðvitað alveg jafn hás. Meðan ég beið eftir að læknar tækju rétta ákvöðrun því ég ætlaði að fara í þennan uppskurð með góðu eða illu, þá skoðuðu mig allir þeir læknar sem áttu leið hjá. Ég var orðin ansi snögg að rífa mig úr buxunum og þegar þeir voru búnir að gramsa að villd en ekki fundið það sem þeir voru að leita eftir þá sagði ég alltaf "þetta er svo aftarlega að það finnst ekki við þreifingu" haha sjá svipinn á liðinu. það þýddi samt ekki neitt að segja það áður en byrjað var að leita því allir vita að við sem ekki höfum lært neitt í læknisfræði vitum ekkert í okkar haus! Ég vissi þetta samt því það var nú ekkert smá sem ég var búin að líða fyrir þennan fjanda. Og alltaf var ég jafn hás. Fólk hvíslaði alltaf með mér og það var sama þó ég reyndi að segja að þetta væri bara hæsi, allir héldu áfram að hvísla. Mjög fyndið.