Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

13 júní 2004

Þegar ég vaknaði í morgun (7.32) spratt ég fram úr eins og ég er vön. Ég datt aftur í rúmið eins og togað hefði verið í teygju. Í höfði mínu var nefnilega mikil barátta góðs og ills og hið illa var að vinna. það var eins og hestar væru að traðka á heilanum og senda sársaukaskilaboð niður eftir öllu.

OH mæ god hvað er að? Er ég komin með mígreni eða er það eitthvað alvarlega?

Ég lá á koddanum nokkrar sekúndur meðan ég reyndi að skilgreina hvaða hestar væru að traðka á mér og þá kom það aftur til mín! Í gegnum þokuna sem umlukti heilastarfsemina (ásamt hestunum) mundi ég eftir því!!!

BLUSH!!

BLUSH!!
Sickened

Sólrún bauð upp á blush í veislunni sinni og ég var eins og kálfur að vori, eða drengur í fyrirtækjaveislu þar sem boðið er upp á ókeypis bjór. Ég settist við flöskuna með rör og barði alla frá mér sem reyndu að fá sopa úr flöskunni!

Mér finnst BLÖSH frá Riunite nefnilega svoooo gott. Ég var bara búin að gleyma því.

Í morgun mundi ég svo líka af hverju mér finnst ekki gaman að drekka mikið blösh eða aðra slíka drykki! Hestar og þoka! Ég ætti kannski bara að skríða aftur í rúmið!
Sleeping

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger