Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

16 september 2003

Köflótt
Var ég búin að nefna hér hvað mig langar obboslega, obboslega mikið í köflótt pils? Ég held ekki! Málið er hinsvegar að ég er farin að missa svefn á nóttunni þar sem ég þjáist vegna pilsleysis. Þetta er alvarlegt mál og verður að laga hið bráðasta.

Ég sá viðtal við Röggu Gísla um daginn í einhverju blaðgargani. Þetta var hið fróðlegasta viðtal og vakti mig til umhugsunar um margt. Hún sagði t.d. að hún væri ekki mjög upptekin af tísku. Hún væri með sinn stíl og hlypi lítt eftir tískunni. RÆT og aftur RÆT. Nú er t.d. köflótt í tísku og Ragga var í sjónvarpinu í síðustu viku búin að vefja sig frá hæl og aftur í hnakka í köflótt efni. En hvað er að mér, þetta hefur eflaust verið alger tilviljun hjá henni. Ekkert með tísku að gera. Hún sagði líka að hún væri ekki hrædd við að eldast!!!!!! Hún notar engar snyrtivörur nema rakakrem sem hún kaupir ódýrt í apotekinu. Je ræt again! Ragga sem er svo slétt í fram að hún lítur betur út núna en þegar hún var 18 ára. Engar hrukkur, engar misfellur. Je ræt.

En sem sagt, ég hleyp heldur ekki eftir tískunni (en langar samt í köflótt) og ég nota líka bara rakakrem (að vísu úr BodyShop) en ég er SAMT komin með hrukkur!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger