Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 september 2003

Þetta er búið að vera erfiður dagur í dag. Í dag var Dagmar Hrund tæplega tveggja ára dóttir Bryndísar frænku minnar jörðuð. Það er erfitt að fylgja svona litlum börnum í síðustu ferðina. Eftir stendur minning foreldra og bróðurs um litla skottu með bjart bros.

Maður fer að hugsa um hvað þetta sé allt furðulegt og hvers vegna svona lítil börn eru látin þjást nær alla sína stuttu ævi. Og það eru engin svör. Trúin á almættið verður ekki mikil þegar maður stendur frammi fyrir þessum spurningum.

Ég ætla ekki að skrifa meira í dag.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger