Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 september 2003

Ég fór í búð í gær og skoði köflótt pils, þau eru falleg! Ohhh svo svakalega falleg.. en.. þau verða falleg á einhverjum öðrum en mér því þessi sem mér finnst flottust passa ekki á mig (flóðhesturinn aftur)! Þetta er synd og skömm því þarna hafði ég tækifæri til að setja mitt mark á haustglamúrinn og ég gjörsamlega klúðraði því eingöngu á því að ég hef ekki haft þolinmæði og dug til að taka á vandamálunum. Púff en svona er lífið, ég fór bara inn í skáp og náði í stutt, rautt flauelspils. Það er að vísu ELDgamalt en stundum verður mar bara að nota það líka.

Síðan fór ég á undirfatakynninguna hjá hjartanu í gær og hún var sko rosa fín. Að vísu keypti ég ekkert en það kemur nú að hluta til af því að ég hef lent í óvæntum útgjöldum að undanförnu (skólabækur)! Já já ég veit að það er ekkert óvænt við það, ég er í skóla, skólinn byrjar um haustið = Konkljúson þarf að kaupa bækur. En þetta kemur mér alltaf jafnmikið á óvart og í þokkabót þarf ég að kaupa diktafón!!! Jöfla vesen, komst í gegnum FB án þess, komst líka í gegnum fjölmiðlafræðina án þess en núna.... jamm núna er komið að því að ég þurfi að hlaupa um bæinn vopnuð diktafóni og tala þar inn allar mínar hugsanir. Ég sé mig á anda: Þarna sit ég á rauðu ljósi, fæ allt í einu svellfína hugmynd, ríf upp diktafóninn minn og segi honum frá hugmyndinni. Það er aðeins einn galli á gjöf Njarðar (skil ekki alveg hvað hann er að gefa mér gjafir) ég mundi eflaust aldrei hlusta á diktafóninn haha og yrði að þurrka út til að koma einhverju öðru að ;))

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger