Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 júlí 2003

Stundum er erfitt að eiga bíl! Það er ekki nóg með að Skoðun hafi krafist að ég skipti um spindilkúluna mína og spegill sem búinn er að vera brotinn í 2 ár. Nei þegar búð var að laga spindilinn og finna flottan spegil þá fór bílskömmin að ausa út hvítum reyk! Og hvað þýðir það???? Jú ekki gott mál, nú er farin heddpakkning!!!! Jöfulsins drusla, eins gott að ég er í fríi og þarf ekki svo mikið að vera á bíl. Annað sem þetta þýðir og það er að allur hvíldartími hauksins er upptekinn, því ekki geri ég við ónýtan spindil og heddpakkningu. Ég veit ekki einu sinni hver fjandinn þetta er!!!! Pabbi réttir honum hjálparhönd og auðvitað aðstöðu en þetta er samt óþolandi. Ég veit að bílinn er gamall og allt það en hann á samt að vera í lagi og hana nú..eintóm fjárútlát (stuna).
Best að hætta að kvarta, það er 20 stiga hiti alveg gjörsamlega truflað veður! Ég var að koma af tilverunni þar sem ég fékk mér pizzu með Kristínu vinkonu minni. Það var ægilega notalegt og fínt ;))) Ég hef aldrei komið þar fyrr en verð að viðurkenna að þetta er soldið kósí staður og mjög góð pizza ;))

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger