Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

14 júlí 2003

Fyrsti dagur í sumarfríi!!!! Mér finnst gaman að vera í sumarfríi jafnvel þó ég sé ekki að gera neitt ;)) Við höfðum næturgest í nótt og hann er þessa mundina að hvíla sig aðeins eftir erfiði morgunsins því það getur sko verið erfitt að vera lítill ;))
Á laugardaginn fórum við á opnun á listasýningu Jóhannesar í Gallerý Skugga á Hverfisgötunni. Sýningin heitir Jauðhildur og þar er Jóhannes með myndir, ásamt Ragnhildi og Auði. Flott sýning ;)) Jóhannes er með skúlptúra, myndir úr almanökum og tækniteikningar; Ragnhildur er með málverk af skýjum og Auður er með málaðar ljósmyndir eða málverk eftir ljósmyndum (hvort sem það er þá fannst mér það geypilega flott) ;)) Sýningin fannst mér í heildina mjög flott og alveg þess virði að kíkja í Gallerý Skugga ef ykkur langar að sjá hvað ungir listamenn eru að gera í dag Til Hamingju Jóhannes, Auður og Ragnhildur ;))

Eftir opnunina tókum við strikið upp á Skólavörðustíg og snuðruðum þar í listagalleríum þar til lokað var, ægilega skemmtilegt. Ég er búin að komast að því að ég held að Kári sé einn af mínum uppáhalds málurum, verst að ég hef ekki efni á að kaupa málverk eftir hann, verð að láta mér efitrmynd nægja, en svona er lífið ;)
Síðan fórum við á HardRock og spístum. Það var fínt en ég held samt að ég sé ekkert að fara þangað aftur í bráð. Ég keypti grísasamloku sem er að mínu mati það besta sem HardRock hefur fattað upp á, en hún er ekki lengur eins og hún var..ok hún er allt í lagi en hún er ekki lengur í flokki yfir besta skyndimat í heimi..og dýrt líka...
Í gær fór haukurinn að pússa bílinn og á meðan fór ég enn og einu sinni yfir fataskápinn minn og henti stórum poka..og það er nóg eftir enn..skil ekki hvaðan allt þetta kemur (og ég á geymsluna eiginlega alveg eftir búhuhuh).

Haukurinn benti mér á að lesa bloggið hjá Betu Rokk þar sem hún er að lýsa spíddeiti en það er nýjasta afurð uppfinningasamra deitáhugamanna. Beta sem sagt brá sér á svona deit og það sem hún skrifar um upplifunina þar er eiginlega frekar fyndið..;)

og þá er bets að halda áfram í sumarfríi..tralallala

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger