Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 júlí 2003

Hér er allt í lukkunnar velstandi ;) Veðrið er frábært (eins og hálf þjóðin veit) og það er frábært að vera í fríi ;) Í dag sat ég úti frá klukkan 10-16 í garðinum hjá mömmu. Það var engin sól en það var samt frábært veður og drengurinn var bara á stuttermabol alveg í essinu sínu. Ég lét hann á grasið en honum fannst það eitthvað óhuggulegt og reyndi að lyfta fótunum þannig að þeir snerti ekki grasið, en þar sem hann er frekar óstöðugur ennþá þá náði hann bara að lyfta öðrum fætinum í einu og þá kom hinn alltaf við grasið. Hann reyndi þá lyfta hinum fætinum en þá datt sá sem var á lofti niður í staðinn. Þetta var ótrúlega fyndið og þessi skemmtilega móðursystir sem hann á (og amman var ekki skárri) hló og hló. Þetta var heilmikil klípa sem ekki lagaðist fyrr en ég náði í teppi fyrir hann til að sitja á. Þar sat hann brosandi og passaði sig á að snerta ekki grasið nema til að stinga örfáum stráum upp í sig. Það er nefnilega svo skrítið að þó ekki sé hægt að skríða á grasinu því það er svo óhuggulegt þá er vel hægt að borða það ;))

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger