Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

07 janúar 2003

Úti er ævintýri eins og þar segir. Við erum búin að horfa á allar futurama myndirnar sem Haukurinn fékk í jólagjöf, nú er bara moldviðrið eftir "snökt". Allt jólaskraut horfið (að vísu bara á borðið en það er nú til of mikils mæls að ég hefði líka komið því ofan í kassana á einu og sama kvöldinu). Boxboltinn er kominn upp og búið að banka í hann nokkrum sinnum. Ægilega gaman og nokkuð töff ;). Skórnir mínir eru að pirra Haukinn þessa dagana, ég skil nú ekki alveg afhverju. Að vísu fer ég úr þeim út um alla íbúð og aldrei tvisvar á sama stað þannig að hann er að detta um þá út um allt. Í gær setti hann þá upp á ísskáp og hélt að þar með myndi ég ekki finna þá en halló þá eru þeir akkúrat í augnhæð og mjög þægilegt að þurfa ekki að beygja sig eftir þeim (hehe). Mér hefði aldrei dottið í hug að geyma þá þar en þetta er fínn staður! Í morgun hlustaði ég á útvarpið á leiðinni í vinnuna (það gerist sko ekki oft) og þar var kona að tjá sig um það að áramótin væru vitlausasti tíminn til að breyta lífsstíl því þá væri svo margt sem væri að glepja mann um leið. Menn ættu frekar að finna sinn eiginn stað og stund og gera þetta þá. Þetta hljómaði vel í mín eyru (enda var konan hjúkka að ég held og veit um hvað hún talar). Ég var svo sem ekki að fara að gera neinar meidjor breytingar en maður veit aldrei, ég fann alla vega ástæðu til að fresta þeim breytingum sem ég hefði alveg örugglega kannski farið að byrja á.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger