Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 janúar 2003

Jamm og jæja. Þá er komið að því (eða öllu heldur því er nú lokið). Núna er ég official orðin fitubolla "stuna". Ég fór í hádeginu í Stórar stelpur og skoðaði föt (getur það orðið nokkuð verra?). Úff hvað þarna voru flott föt og nú er ég hætt við að reyna að minnka ummálið því ef ég geri það get ég ekki verið í þessum fötum (as if). En á móti kemur að ég get heldur ekki dáið því ég passa ekki í fötin sem ég ætla að jarða mig í. Þetta er erfiður heimur! Annars var ég einu sinni búin að finna fínt ráð varðandi líkklæðin sem passa ekki, nefnilega að klippa þau bara að aftan þar sem bara er sýnt framan á mann liggjandi í kistunni. Eina sem var að þessari fínu hugmynd er að þegar ég kem svo svífandi inn í himnaríki (gef mér auðvitað að ég endi þar) þá má ég ekki snúa baki í neinn þar sem klæðin eru ekki á aftan!! Eins gott að ég fái stóra vængi sem mundu hylja eitthvað af nektinni en að framan yrði ég fín ;)))

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger