Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 janúar 2003

Í gærkvöldi drifum við okkur loksins að sjá Harry Potter galdramann allra galdramanna. Hann stóð auðvitað fyrir sínu og þetta var þrælskemmtileg mynd. Ég verð þó að viðurkenna svona fyrir mig að það fer hryllilega í taugarnar á mér að horfa á svipbrigðin á Harry Potter og Ron hans besta vini. Þeir einhvern veginn geifla munninn og stara tómlega í myndavélina og þá eru þeir að sýna svipbrigði. Mig var farið að langa til að öskra á þá að hætta þessu eftir tæplega þriggja tíma setu í bíóinu en að öðru leiti var ég ánægð. Fegin samt að vera ekki 7 ára því þá hefði ég ekki sofið í mínu rúmi í nótt. Held meira segja að ég hefði ekki einu sinni sofið neitt (það verður að koma fram hér að ég gat ekki einu sinni horft á Skrepp Seiðkarl á sínum tíma því hann var svo scary (allir horfðu á hann þar sem hann og Skippy voru eina sjónvarpsefnið stílað fyrir börn þessa tíma)). Úff þegar ég sé þetta á skjánum uppgötva ég að ég gæti eins vel hafa verið uppi á 17 öld. Held ég taki pásu á frekari skrifum þar til í kvöld.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger