Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 febrúar 2006

Ég er á leiðinni í heilsuferð í sumarbústað! Þetta er sko ekki týpísk fyllerísferð örþreyttra húsmæðra. Ó nei, hér er sko um alvöru heilsuferð að ræða. Það er meira segja sett takmörk á dót sem má hafa með sér í ferðina sem er mjög gott fyrir mig sem hef alltaf alla búslóðina með mér. Eins og skjaldbaka nema hún gerir gott betur og tekur með sér húsið. Ég myndi gera það ef ég gæti.. Annars kemur kjötsúpuskjaldbakan heim í dag. Hún er búin að vera í Sviss í heila viku að læra á eitthvað forrit. Molinn fékk því að vera hjá mér og Skakka í gærkvöldi og nótt. Voða stuð. Við erum nefnilega að æfa okkur haha Hann hafði miklar áhyggjur af níglunum og er fullviss um að þeir séu ekki gýmsli. Margt annað heima hjá mér er gýmslatengt! Samanber nornin í glugganum (en hún er góð) og nornin á hillunni (en hún er líka góð) og tröllið á ísskápnum (það er svo lítið og hefur engar tennur) og tröllið á steininum (ertu viss að það sé ekki gýmsli??). Já það er vandlifað þegar mar er bara þriggja og Spiderman ræður öllu í kringum mann. Annars er hann að lagast með þetta fjandans Spidermann, nú er það íþróttaálfurinn og ég verð að viðurkenna að mér finnst það ÖLLU skárra!

09 febrúar 2006

Jæja þá er ég búin að fara í starfsmannasamtal og fá mig metna á öllum sviðum míns aumlega lífs. Ég þurfti að meta mig líka og svo var borið saman hvernig við hefðum metið frúnna (mig). Það kom í ljós gífurlegt vanmat frá minni hálfu sem er hreint ótrúlegt þegar litið er á þá staðreynd að inn við beinið er ég rígmontinn Þingeyingur. En svona er lífið, kemur manni alltaf á óvart!

Veit ekki hvort þið hafið orðið vör við greinar í mogganum um baráttu kjörforeldra fyrir styrkjum við ættleiðingar. Við Skakki höfum verið í baráttuhópi þar sem unnið er að því af miklum mætti að vekja athygli á málinu og reyna að fá það keyrt í gegn. Það er svo brjálað að gera að það voru 60 póstar í hólfinu mínu í morgun. Og baráttan er ekki unnin. Sjálfstæðimenn hafa ekki svo lítið sem yrt á okkur en framsóknarmenn hafa hinsvegar tekið aðeins betur á móti okkur. Stjórnarandstaðan er öll að vilja gerð enda er þetta þeirra frumvarp. Þetta er allt voða skrítið mál því þessu hefur verið hent milli ráðuneyta í þrjú ár, á meðan finnst fjármálaráðherra MJÖG aðkallandi að byggja innireiðhöll fyrir bykkjukalla svo þeir geti stundað útreiðar innanhúss. Skil ekki aumingja skapinn í þeim er ekki hestamennska einhver útiveruíþrótt eða er ég að misskilja málið?

07 febrúar 2006

Ég held ég sé að fá hjartaáfall af stressi. Er það ekki hægt annars? Ég er gjörsamlega að drukkna í verkefnum og finnst ég vera eins og hamstur á hamstrahjóli. Hleyp og hleyp og ekkert gerist. Aumingja Meinvill hamstur og fær svo ekkert nammi og ekkert því það er ekkert nema átak og vesen í gangi. Lífið er eintóm tjara!

Annars er það af okkar pappírsmeðgöngu að segja að í þessari viku ætti að vera 12 vikna sónar ef við þyrftum að fara í slíkt. Hópurinn okkar orðinn voða spenntur og við alveg að kálast, best fara í hamstrahjólið og hlaupa soldið!

06 febrúar 2006

Við erum búin að eignast lucky dragon. Það hlýtur að þýða bara eitt: Aukin heppni í öllum okkar málum, það getur bara ekki verið öðruvísi. Ég er líka búin að fá KRISTALSKÚLU. Ó já sem norn í aukahlutverki þá er ég nú komin með allt proppsið sem mig vantaði. Eða kannski vantar mig hatt en það er ekkert mál ég get reddað honum við tækifæri. Núna ætla ég að sitja við litla hringborðið mitt (sem ég á ekki en hlýtur að vera til einhversstaðar) með skikkju á öxlunum og rýna í KRISTALSKÚLUNA mína. Oh mæ oh mæ Ég segi eins og Sylvía, ég er bara flott.. og þurfti bara að eiga smá æsku áður en ég eignaðist þessa kúlu!!!


Powered by Blogger