Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

09 febrúar 2006

Jæja þá er ég búin að fara í starfsmannasamtal og fá mig metna á öllum sviðum míns aumlega lífs. Ég þurfti að meta mig líka og svo var borið saman hvernig við hefðum metið frúnna (mig). Það kom í ljós gífurlegt vanmat frá minni hálfu sem er hreint ótrúlegt þegar litið er á þá staðreynd að inn við beinið er ég rígmontinn Þingeyingur. En svona er lífið, kemur manni alltaf á óvart!

Veit ekki hvort þið hafið orðið vör við greinar í mogganum um baráttu kjörforeldra fyrir styrkjum við ættleiðingar. Við Skakki höfum verið í baráttuhópi þar sem unnið er að því af miklum mætti að vekja athygli á málinu og reyna að fá það keyrt í gegn. Það er svo brjálað að gera að það voru 60 póstar í hólfinu mínu í morgun. Og baráttan er ekki unnin. Sjálfstæðimenn hafa ekki svo lítið sem yrt á okkur en framsóknarmenn hafa hinsvegar tekið aðeins betur á móti okkur. Stjórnarandstaðan er öll að vilja gerð enda er þetta þeirra frumvarp. Þetta er allt voða skrítið mál því þessu hefur verið hent milli ráðuneyta í þrjú ár, á meðan finnst fjármálaráðherra MJÖG aðkallandi að byggja innireiðhöll fyrir bykkjukalla svo þeir geti stundað útreiðar innanhúss. Skil ekki aumingja skapinn í þeim er ekki hestamennska einhver útiveruíþrótt eða er ég að misskilja málið?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger