Ég er á leiðinni í heilsuferð í sumarbústað! Þetta er sko ekki týpísk fyllerísferð örþreyttra húsmæðra. Ó nei, hér er sko um alvöru heilsuferð að ræða. Það er meira segja sett takmörk á dót sem má hafa með sér í ferðina sem er mjög gott fyrir mig sem hef alltaf alla búslóðina með mér. Eins og skjaldbaka nema hún gerir gott betur og tekur með sér húsið. Ég myndi gera það ef ég gæti.. Annars kemur kjötsúpuskjaldbakan heim í dag. Hún er búin að vera í Sviss í heila viku að læra á eitthvað forrit. Molinn fékk því að vera hjá mér og Skakka í gærkvöldi og nótt. Voða stuð. Við erum nefnilega að æfa okkur haha Hann hafði miklar áhyggjur af níglunum og er fullviss um að þeir séu ekki gýmsli. Margt annað heima hjá mér er gýmslatengt! Samanber nornin í glugganum (en hún er góð) og nornin á hillunni (en hún er líka góð) og tröllið á ísskápnum (það er svo lítið og hefur engar tennur) og tröllið á steininum (ertu viss að það sé ekki gýmsli??). Já það er vandlifað þegar mar er bara þriggja og Spiderman ræður öllu í kringum mann. Annars er hann að lagast með þetta fjandans Spidermann, nú er það íþróttaálfurinn og ég verð að viðurkenna að mér finnst það ÖLLU skárra!
10 febrúar 2006
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka