Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 nóvember 2004

Fór í 1300 manna jólaboðið í gær. Það var ofsalega skemmtilegt. Tíminn leið svo hratt að ég fattaði allt einu að ef ég drifi mig ekki heim núna þá breyttist vagninn í grasker. Svo ég hoppaði upp í næsta leigubíl og brunaði heim. Náði á þessum tíma að drekka 4 bjóra (ekki í leigubílnum heldur um kvöldið). Skrifa og segi 4 bjóra. Geyspaði svo mikið á leiðinni heim að þegar ég átti örfáa metra eftir heim heyrði ég í leigubísltjóranum" nei hey, nú ertu búin með geyspkvótann" og nei þetta var ekki leigubílstjórinn minn því hún var enn sofandi því hún reiknaði með að frúin færi heim á skikkanlegum leigubílatíma, ekki rétt undir miðnætti. Þetta var því ókunnur bílstjóri sem þarna var var að ofbjóða geyspurnar. En þetta var nú svo sem búið að vera erfiður dagur þó hann endaði með svona skemmtilegu jólaboði. Ég hefði örugglega ekki geyspað svona mikið hjá mínum eigin leigubílstjóra.

Fór samferða einni samstarfskonu heim í leigubíl og þegar hún hoppaði úr bílnum var hún búin að bjóða mér næturgistingu heima hjá sér (og Skakka að sjálfsögðu líka). Gott boð þar sem hún býr utan borgarmarkanna, nánar tiltekið í Rotterdam með manni og mús (barni).

En mikið assgoti var þetta skemmtilegt kvöld ;) Núna ætla ég að fara að laga til og kannski föndra smá. Er að bíða eftir að það megi svona nágrannanna vegna setja í eina þvottavél (vil helst ekki gera það fyrr en 9 á laugardögum mar er svo assg tillitssamur) en klukkan 9 á laugardögum er dagurinn bara langt kominn hjá mér...ahhh bölið að vera þreytt húsmóðir hehe

26 nóvember 2004

Gærdagurinn var forvitnilegur fyrir mig. Ég fór nefnilega í próf í SPSS. Ég hef forðast SPSS í mörg mörg mörg ár eða alveg frá því ég var illa haldina af tölvufóbíu í BA náminu fyrir margt um löngu. Síðan hefur að vísu margt breyst og ég hef ma tekið að mér tölvukennslu (nokkuð sem Jóni Torfa finnst MJÖG fyndið því ég hætti í kúrs hjá honum sagðist aldrei þurfa að koma nálægt svona tölvukjaftæði við mín störf, en svona er bara lífið, aldrei að loka neinum hurðum eða þannig..). En allavega þá hef ég ekki þurft að eiga neitt við SPSS fyrr en núna. Og í gær fór ég í próf!!! Þegar tíu mínútur voru liðnar af prófatímanum þá sat mín með rauða díla í kinnunum, sjóðheitt í hjartanu og með klump í maganum! Prófið hefði getað vera á arabísku mín vegna. Ég vissi ekkert um hvað var verið að spyrja. Ég hélt á tímabili að ég væri að verða blind og yrði að yfirgefa tölvuherbergið og fara beint upp á Slysó. Það reyndist þó ekki vera heldur var þetta magaklumpurinn sem var búinn að þröngva sér upp í heila og hélt sig þar með eins og hann hefði verið límdur við heilatetrið. Ég róaði mig niður með því að nota tæknina sem Edda var að kenna í síðasta mánuði og þá rann klumpurinn aftur niður í maga og ég fór að sjá aftur. Að vísu héldu stafirnir áfram að dansa á blaðinu en mér tókst að komast í gegnum þetta með því að byrja aftast og vinna mig fram. Ég held hinsvegar að ég hafi ekki rökstudd neitt af öllu þessu sem ég átti að rökstyðja en hei maður getur bara ekki gert allt sko.

Kennarinn bætti 10 mín við prófatímann og allir sátu sem fastast. Hún bætti öðrum tíu mínútum við og enn sátu allir sem fastast. Þá rak hún okkur út. Mér var alveg sama því ég var hvort eð er bara að bulla á mínu blaði. Þegar ég kom fram þá leið mér mjög skringilega. Hnén voru eins og liðamótalaus og klumpurinn var enn í maganum. Heilinn var ekki í sambandi og ég þurfti að vanda mig við að tala. Þetta heitir spennufall sagði ástkær Skjaldbakan sem bauð mér í Lasagna þegar hún heyrði hvernig mér gekk.

Ef ég hef náð þá hef ég náð fyrir glópalán því ég vissi ekki hvað ég var að gera. Ég skildi ekki einu sinni skriftina mína þegar ég las yfir en það verður að vera Stellu mál, ekki mitt. Ef ég hef náð þá fer í aðalprófið 10 des og það verður síðasta prófið sem ég ætla að taka á minni lífsleið. Geðheilsa mín leyfir ekki fleiri svona æfingar!

En lasagnað var gott. Ég segi eins og mamma, ég gæti alveg verið í fæði alla daga hjá Skaldbökunni! (ekki víst að hún vildi okkur mömmu alla daga haha)

23 nóvember 2004

Í dag er ég búin að sofa í allan dag meira eða minna. Einu skiptin sem ég hef vaknað er þegar ættingjar mínir hafa hringt til að lýsa fyrir mér útlanda og kaupæðisferðum sínum phu. Það er langt síðan ég hef þurft að vera heima vegna svona flensuskitu og það er nú svo sem ekkert eins og ég sé að drepast en ég vorkenni mér samt. Á morgun verður ógnarlangurdagur og líka fimmtudagur og föstudagur. En það verður að díla við allt sem lífið færir manni bara. Dauði og nýtt líf til skiptist. Gangur lífsins. Alltaf samt soldið erfitt þegar dauðinn ber að dyrum í manns eigin fjölskyldu, jafnvel þótt allir deyi auðvitað og það sé ekkert sem kemur í veg fyrir það. Erfitt samt!

Annars átti ég ahugavert samtal við danska mág minn sem er í þeim sporum að fara að flytja heim eftir námið hjá baununum. Hann segist hafa valið vitlaust fag til að læra.
Meinvill: Vitlaust fag? Nú? (námsráðgjafinn spratt upp)
Danskur mágur: Já, algerlega á rangri hillu
Meinvill: Hmm ég skil ekki alveg..
Danskur mágur: Ég hefði átt að læra að vera gámur
Meinvill: Ha?
Danskur mágur: Já
Meinvill: Nú hafa þeir það svona gott?
Danskur mágur: Já, ég er búinn að reikna það út að gámurinn tekur 360 kr danskar á tímann meðan hann stendur fyrir utan hjá mér
Meinvill: Damn, ljótt að fatta þetta ekki fyrr.. Þú verður bara að taka Master í því að verða Gámur

Enda er gott fyrir hverja fjölskyldu að hafa aðgang að gámi......

22 nóvember 2004

Lífið er lotterí og ég tek þátt í þvíiiiiiiiiii.....
Helgin búin og grámyglan ræður aftur ríkjum.

Annars eldaði ég hátíðarétt Filippseyinga um helgina í fyrsta skipti held ég. Hef auðvitað verið oft með í elda réttinn en aðallega í því hlutverki að skera niður grænmetið. Þetta er svo afskaplega góður matur mmmm og Skakki bjó síðan til eftirrétt á Sunnudagskvöldið. Nú er hann hættur að nota bókina góðu og farinn að búa til sína eigin deserta. Hann er flinkur strákurinn það verður að viðurkennast....

Molinn var hjá okkur á föstudagsnóttina og fram á laugardageftirmiðdegi. Hann er orðinn svo flinkur að tjá sig að það hálfa væri nóg. Það hljómaði stöðugt allan laugardaginn "hjappa mef" Sem útleggst á ylhýrri íslenskunni sem "viltu hjálpa mér". Sem maður gerir með glöðu geði þegar mar er beðinn svona fallega.

Skjalbakan er með Eddu í London og á hana hefur runnið þvílíkt kaupæði (eins og ég viti eitthvað um það) en hún var orðin svo hyper á laugardag að hún hringdi í mig frá Oasis bara til að segja mér frá röðinni. Mér fannst það ágætt.. alltaf gaman að vita að það séu raðir í útlöndum haha

Sat allan sunnudaginn með samnemanda mínum og vann að tilgátuprófunum í tölfræðinni. Mikið ægilega er þetta nú skemmtilegt (NOT). Við erum báðar á því að þetta sé ekki eitthvað sem við komum til með leggja fyrir okkur í framtíðinni!


Powered by Blogger