Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 nóvember 2004

Fór í 1300 manna jólaboðið í gær. Það var ofsalega skemmtilegt. Tíminn leið svo hratt að ég fattaði allt einu að ef ég drifi mig ekki heim núna þá breyttist vagninn í grasker. Svo ég hoppaði upp í næsta leigubíl og brunaði heim. Náði á þessum tíma að drekka 4 bjóra (ekki í leigubílnum heldur um kvöldið). Skrifa og segi 4 bjóra. Geyspaði svo mikið á leiðinni heim að þegar ég átti örfáa metra eftir heim heyrði ég í leigubísltjóranum" nei hey, nú ertu búin með geyspkvótann" og nei þetta var ekki leigubílstjórinn minn því hún var enn sofandi því hún reiknaði með að frúin færi heim á skikkanlegum leigubílatíma, ekki rétt undir miðnætti. Þetta var því ókunnur bílstjóri sem þarna var var að ofbjóða geyspurnar. En þetta var nú svo sem búið að vera erfiður dagur þó hann endaði með svona skemmtilegu jólaboði. Ég hefði örugglega ekki geyspað svona mikið hjá mínum eigin leigubílstjóra.

Fór samferða einni samstarfskonu heim í leigubíl og þegar hún hoppaði úr bílnum var hún búin að bjóða mér næturgistingu heima hjá sér (og Skakka að sjálfsögðu líka). Gott boð þar sem hún býr utan borgarmarkanna, nánar tiltekið í Rotterdam með manni og mús (barni).

En mikið assgoti var þetta skemmtilegt kvöld ;) Núna ætla ég að fara að laga til og kannski föndra smá. Er að bíða eftir að það megi svona nágrannanna vegna setja í eina þvottavél (vil helst ekki gera það fyrr en 9 á laugardögum mar er svo assg tillitssamur) en klukkan 9 á laugardögum er dagurinn bara langt kominn hjá mér...ahhh bölið að vera þreytt húsmóðir hehe

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger