Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 nóvember 2004

Í dag er ég búin að sofa í allan dag meira eða minna. Einu skiptin sem ég hef vaknað er þegar ættingjar mínir hafa hringt til að lýsa fyrir mér útlanda og kaupæðisferðum sínum phu. Það er langt síðan ég hef þurft að vera heima vegna svona flensuskitu og það er nú svo sem ekkert eins og ég sé að drepast en ég vorkenni mér samt. Á morgun verður ógnarlangurdagur og líka fimmtudagur og föstudagur. En það verður að díla við allt sem lífið færir manni bara. Dauði og nýtt líf til skiptist. Gangur lífsins. Alltaf samt soldið erfitt þegar dauðinn ber að dyrum í manns eigin fjölskyldu, jafnvel þótt allir deyi auðvitað og það sé ekkert sem kemur í veg fyrir það. Erfitt samt!

Annars átti ég ahugavert samtal við danska mág minn sem er í þeim sporum að fara að flytja heim eftir námið hjá baununum. Hann segist hafa valið vitlaust fag til að læra.
Meinvill: Vitlaust fag? Nú? (námsráðgjafinn spratt upp)
Danskur mágur: Já, algerlega á rangri hillu
Meinvill: Hmm ég skil ekki alveg..
Danskur mágur: Ég hefði átt að læra að vera gámur
Meinvill: Ha?
Danskur mágur: Já
Meinvill: Nú hafa þeir það svona gott?
Danskur mágur: Já, ég er búinn að reikna það út að gámurinn tekur 360 kr danskar á tímann meðan hann stendur fyrir utan hjá mér
Meinvill: Damn, ljótt að fatta þetta ekki fyrr.. Þú verður bara að taka Master í því að verða Gámur

Enda er gott fyrir hverja fjölskyldu að hafa aðgang að gámi......

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger