Eitthvað er stressið að aukast! Ég þarf að fara að prufa að pakka eins og í eina tösku bara til að afstressa mig. Hey, auðvitað er ég stressuð, það er ekki bara það að við séum að fara til Kína og þurfum að pakka okkar dóti. Við þurfum líka að pakka fötum og búnaði fyrir fyrir barn sem við höfum ekki séð (infantinn eins og flugleiðir kalla hana). Við þurfum að taka með föt á þennan umrædda infant í nokkrum stærðum (eins gott ég hef farið hamförum í búðum undanfarin ÁR). Þetta er nú samt allt að skýrast. Er samt enn að skoða þessa pela. Það ætlar að verða erfiðast að kaupa þá og vorum við þó LENGI að ákveða bílstólinn. Pelarnir slá hann samt út. Mér fallast hendur í hvert sinn er ég stend fyrir framan þessa pelarekka og er ég þó ekki haldin valkvíða svona á bestu stundum, en svona getur þetta verið, sumir stressast yfir bílstólum meðan aðrir fara yfirum á pelakaupum haha
22 ágúst 2007
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka