Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

25 mars 2007

Megagelluklúbburinn fór í óvissuferð í gær. Við áttum að mæta með yogaföt, sundföt og eitthvað skárra til að fara í um kvöldið (líka talnaband, sokkaband og skóflu). Spennan var gífurleg og þær sem illa þola spennu og óvissu voru að fara á taugum. Þetta varð hið skemmtilegasta síðdegi.

Við brunuðum út úr bænum og alla leið á Selfoss þar sem við byrjuðum í yoga á yogastöð Selfoss (held ég að hún heiti). Flottur tími og við vorum svo afslappaðar að það var engulagi líkt. Næst stoppuðum við í heimahúsi þar sem tekið var til við Space Clearing. Ó já. Space Clearing. Og hvað er það? Jú þá mætir sérfræðinur í slíkum málum og hreinsar húsið af slæmri orku. Þetta var rosalega spennandi og við fylgdumst með meistaranum þeysast um húsið með bjöllur, blóm í vatni og sveifla síðan basilikum um loftið. Jahá þetta var sko skemmtilegt skal ég segja ykkur. Og þegar þessu var lokið fórum við að borða á KaffiKrús.

Megagellufélagið stendur sig!!!!
en ég þurfti ekkert að moka, talnabandið var lika ónotað sem var kannski eins gott því ég átti ekkert svoleiðis og var bara með golftalnabandið með mér og er ekki viss um að ég hefði náð samband við aðra guði en golfguði og ekki víst að það hefði orðið til hjálpar... ég var allan tímann með sokkabandið á mér eins og sannri konu sæmir en það kom ekki til þess að ég þyrfti að nota það..enda veit ég kannski ekki alveg hvernig ég hefði helst átt að nota það...

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger