Í tilefni dagsins skelltum við okkur á Hereford til að borða. Ég átti þar tveir fyrir einn miða og okkur fannst alveg tilvalið að nota það. Maturinn var æðislegur og ég fékk í eftirrétt þann besta creme brullee sem ég hef fengið lengi. En Adam var ekkki lengi í Paradís (nei honum var skutlað fljótt út) og fljótlega eftir að ég kom heim varð ég gjörsamlega frá í maganum og endaði með því að æla eins og múkki. Ég er ekki alveg viss um að ég sé búin enn... Það er ekki gaman að fara og borða góðan mat og æla honum svo um nóttina.
27 mars 2007
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka