Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 mars 2007

Ég á gamlan vin í Svíþjóð sem ég hef ekki heyrt í smá tíma. Hann er típískur karlmaður að flestu leyti og hefur ekki gaman af því að skrifa löng bréf (eða stutt). Í gær ég fékk ég nokkrar línur frá honum eftir að hafa sent honum mail og spurt hvort hann væri dauður. Bréfið var átta línur og sagði eftirfarandi: Hér er allt í fínu lagi. Vona að þér líði vel. Er að vinna að rannsóknum en það gengur hægt.Er búin að eignast son sem nú er 14 mánaða og á von á öðru barni í nóv. Er búinn að stofna fyrirtæki og kaupa eldgamlat hús. Hef sem sagt lítið að segja..kveðja..

Halló, halló.. er þetta lítið? Maðurinn er á kafi í doktorsnámi, er með nýtt barn og á von á öðru, er búinn að stofna fyrirtæki og svo framvegis? Held að þarna liggi munurinn á okkur konum og köllum. Mér finnst þetta heilmiklar fréttir hehe og ástæða til að skrifa langt bréf (ég var samt glöð yfir þessu litla bréfi, ekki misskilja mig). Hell ég set á síðuna mína að ég sé búin að pakka niður í einn kassa, en kannski er það bara merki þess að ég hef ekki svo mikið að segja haha

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger