Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

31 október 2006

Það verður að viðurkennast að Molinn er bara ágætis ferðafélagi (og líka Pálína og Laufey). Við fórum nefnilega öll í sveitaferð um helgina og eftir mikla keyrslu enduðum við í Húnavatnssýslu hjá tilvonandi ferðafélögum okkar til Kína. Þar var fyrir skemmtilegur hópur af fólki sem allt er á leið til Kína, frekar fyrr en seinna. Börnin hlupu og léku sér meðan fullorðna fólkið velti sér upp úr því hvenær við gætum farið að panta farmiða (as if). En það var greinilegt að um borgarbörn var að ræða því þau urðu ekki par hrifin þegar hvolpurinn pissaði og það endaði með að bleyja fór á kallinn. Fyrsta sinn sem ég sé hvolp með bleyju en það leit svo sem ekki illa út...

Við vorum í þvílíkum veitingum að einn sagðist ekki hafa fengið svona veislu síðan hann fermdist og ég hef óljósan grun að það sé langt síðan það var...

Á leiðinni heim dönsuðu norðurljósin um himininn og það var bara eins og maður væri staddur í ævintýralandi.

Takk fyrir mig og Molann ;)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger