Mikið ofsalega hef ég gaman af því þegar fólk er að þræta um það að við eigum ekki að taka upp þennan og hinn siðinn frá Ameríku, yfirleitt er þá verið að rífast um Valentínusardag og hrekkjavökudag. Fólk segir að við eigum okkar daga og þeir geti átt sína. "Okkar" dagar eru fæstir mjög gamlir. Ég man ekki hvort það er konudagurinn sem er innan við hálfrar aldar gamall þannig að einhversstaðar höfum við "stolið" honum. Mér er alveg sama þótt bætt sé við einhverjum skemmtilegum dögum til að auðvelda dimmustu dagana á árinu. Ef þetta léttir lundina hjá einhverjum af hverju má þá ekki kaupa konfekt handa elskunni sinni eða hrekkja hana í einhverjum aulabúningi bara af því dagarnir koma frá Ameriku??? Og þar fyrir utan held ég að Valentínusardagurinn komi upphaflega frá Ítalíu og hafi þaðan færst yfir til Ammeríku, sel það þó ekki dýrara en ég keypti það... hrekkjavökuálfar allra landa sameinist!!!!!!
01 nóvember 2006
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka