Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 ágúst 2006

Í gær var góður dagur. Ég fór í grillveilsu með gullmolanum og Axel Benny og Ásdís voru með okkur. Við Skakki fórum einnig í matarboð til foreldra hans þar sem bornar voru fram hinar frábærustu veitingar. Kvöldið áður vorum við á Carusuo í góðum hópi því þar hélt hópur fólks upp á stofnun nýs félags: Foreldrafélags ættleiddra barna. Hér er smá klausa úr fréttatilkynningunni: "Gengið hefur verið frá stofnun Foreldrafélags ættleiddra barna, sem opið verður öllum kjörforeldrum og verðandi kjörforeldrum. Foreldrafélaginu er ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir að kjörforeldrar á Íslandi eigi sér málsvara, svo að sjónarmið þeirra komi fram í opinberri umræðu og gagnvart stjórnvöldum. Jafnframt er Foreldrafélaginu ætlað að vera almennt hagsmunafélag sem vinna mun að hagsmunum kjörforeldra og barna þeirra í sem víðustum skilningi. Ennfremur er félaginu ætlað að standa að fræðslu til félagsmanna og almennings um málefni tengd ættleiðingum almennt. Því má segja að Foreldrafélaginu sé ætlað það hlutverk að vera bakhjarl foreldra og ættleiddra barna þeirra eftir að ættleiðingarferlinu er lokið. Félagið mun hins vegar ekki sinna þjónustu eða milligöngu um ættleiðingar". Restin af fréttatilkynningunni og upplýsingar um þetta nýja félag er að finna á heimasíðu félagsins http://www.aettleiding.is/

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger