Það er komið haust og í tilefni af því reif ég fram tjullpils og keypti mér nýja blómaskyrtu. Ég er svo haustleg og fín að ég er að springa. Vantar bara að losna við fáein aukakg sem veita mér ljótuna og þá verð ég svo ánægð með mig.
Ég er svo spennt af því ég var að skoða myndir af kínverskum tvíburum og var að uppgötva að stundum fær fólk tvíbura án þess að hafa sótt um það. Hey það er lítill séns en það er líka lítill séns að vinna í happdrætti (reyndar ofsa lítill af því ég kaupi ekki happdrættismiða). Tvíburarnir eru því aðeins meiri séns af því þar er ég með miða haha. Nei svona án gríns, þá er ýmislegt sem getur glatt litlar sálir svona á þriðjudags haustmorgnum.
Skólarnir eru greinilega byrjaðir því það tók lengri tíma en venjulega að komast í vinnuna. Ég er að hugsa um að fara að setja kínverskudiskinn og læra nokkur orð á leiðinni í og úr vinnu. Mér er sagt að það sé góð aðferð til að láta tímann líða. Ef þið sjáið bláan flottan bíl með æðislegum grænum afturljósum og konu sem talar við sjálfa sig alveg á fullu... þá er það ég að læra kínversku...
Ég er svo spennt af því ég var að skoða myndir af kínverskum tvíburum og var að uppgötva að stundum fær fólk tvíbura án þess að hafa sótt um það. Hey það er lítill séns en það er líka lítill séns að vinna í happdrætti (reyndar ofsa lítill af því ég kaupi ekki happdrættismiða). Tvíburarnir eru því aðeins meiri séns af því þar er ég með miða haha. Nei svona án gríns, þá er ýmislegt sem getur glatt litlar sálir svona á þriðjudags haustmorgnum.
Skólarnir eru greinilega byrjaðir því það tók lengri tíma en venjulega að komast í vinnuna. Ég er að hugsa um að fara að setja kínverskudiskinn og læra nokkur orð á leiðinni í og úr vinnu. Mér er sagt að það sé góð aðferð til að láta tímann líða. Ef þið sjáið bláan flottan bíl með æðislegum grænum afturljósum og konu sem talar við sjálfa sig alveg á fullu... þá er það ég að læra kínversku...