Það var sungið jibbí jei og jibbí jæ alla leiðina úr Hafnarfirði í leikskólann í morgun. Mikið er það furðulegt hvað sólin hefur mikil áhrif á skapið. Það hafði ekki einu sinni nein áhrif að koma út og sjá að bílinn stóð á flötu dekki í morgun. Nei í dag var bara flautað og skokkað til að ná í lykil að næsta bíl (heppni að eiga mann í Færeyjum). Í gær hefði ég ekki verið svona jafnlynd yfir þessu það get ég svarið. Í kvöld þarf hins vegar að skipta um dekk og ætlar gullmolinn að hjálpa mér "því ég kann að gera við bíla" og hvar lærði barnið það??? (ég geri ekki ráð fyrir að það sé genatengt jafnvel þó hann eigi bæði móðurafa og móðurbróður sem eru bifvélavirkjar).. jú hann lærði það auðvitað í bíó.. fór að sjá myndina CARS með skjaldbökunni og þar lærði hann allt sem hann þyrfti til að hjálpa Önnu frænku sem bæ þe vei hann er búinn að banna hinum krökkunum á leikskólanum að tala við: "Þú átt ekki að tala við hana, hún er anna frænka MÍN"
Jahá ég segi ekki meira...
Jahá ég segi ekki meira...