Það skal viðurennast að ég er hætt að vera svona ánægð með fínu þjónustuna þegar ég pantaði nýju gleraugun. Eins og áður hefur komið fram var ég sérdælis ánægð með það hversu "ódýr" þau eru (innan við 40 þúsund). Þetta var á laugardegi, á mánudegi hringdi búðin og spurði hvort ég ætlaði virkilega að ganga með svona cokebotna? Ég fékk sjokk og breytti pöntuninni í eitthvað sem þeir staðhæfðu að væri betra (á maður ekki að treysta fólkinu sem afgreiðir mann í svona sérvöruverlsunum????). Aníveis það nýjasta nýtt er að þeir eru búnir að týna gleraugunum. Það finnst ekkert um pöntunina, hvorki upplýsingar um receptið (sem gaurinn ljósritaði), engar upplýsingar um sjálf gleraugun eða hvar í ferlinu þau eru í dag. Ég hringdi í gær um hádegi til að athuga hvort þau yrðu tilbúin á þriðjudag en þá er fer vinnufélagi til útlanda og ætlar að kippa með gleraugunum. Enginn kannaaðist við neitt og þau vildu fá að hringja seinna sem þau gerðu rétt fyrir sex. Fengu þá allar mínar takmörkuðu uppplýsingar því ég veit ekki einu sinni nafnið á umgerðinni því ég er tók ekkert eftir því, fannst hún bara flott. Og ætla að hringja í mig um hádegi í dag þegar þau eru búin að finna út hvar í veröldinni gleraugun hafa lent. Ég NENNI ekki svona bulli, varð svoooo fúl í gær að það var engu lagi líkt. Bíð núna spennt eftir símtalinu og er dauðfegin að gaurinn neitaði mér um að borga inn á gleraugun!
07 júlí 2006
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka