það er nú bara lítið að frétta í þessu sólar- og andans leysi sem hrjáir mig þessa dagana. Skakki farinn en skildi eftir fyrir mig myndavélina svo ég geti æft mig. Jájá ég geri það. Fékk annars alveg fyrirtaks hugmynd um daginn sem ég er að nostra við og reyna að gera eitthvað í. Hún er enn á byrjunarstigi sem þýðir að hún er ekki tilbúin til upplýsinga. Ég er nefnilega svo flink að fá hugmyndir en ég er ekki mjög flink að fylgja þeim eftir þannig að oftast deyja þær drottni sínum áður en þær verða fullburða.
Það er fámennt og góðmennt í deildinni minni þar sem tveir eru í sumarfríi og einn fór á spítala. Við hin reynum að vinna þeirra verk líka. Voða gaman. Sem betur fer þarf ég samt ekki að reikna launin það hefði getað endað með skelfingu. Nei ég fór í myndatökur og það að útbúa aðgangskort. Tekur mig óratíma að búa til hvert kort en þetta er samt ágætis tilbreyting.
Það er fámennt og góðmennt í deildinni minni þar sem tveir eru í sumarfríi og einn fór á spítala. Við hin reynum að vinna þeirra verk líka. Voða gaman. Sem betur fer þarf ég samt ekki að reikna launin það hefði getað endað með skelfingu. Nei ég fór í myndatökur og það að útbúa aðgangskort. Tekur mig óratíma að búa til hvert kort en þetta er samt ágætis tilbreyting.