Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 maí 2006

Í morgun fyllti ég bílinn í fyrsta skipti í nokkrar vikur. Ég hef verið að steitast á móti og keypt bara smá skammta í hvert skipti í þeirri veiku von að bensínið yrði lægra næst. En það er bara ekki að gerast (þessi "er að gerast" setning er sett inn sérstaklega fyrir Skakka því hann hatar þessa setningauppbyggingu) og það hækkar alltaf. Áfyllingin kostaði mig heilum 1000 kalli meira en í meðal ári og svo tala þessir fínu kallar um að allt sé í fínu lagi bara! Ég vildi óska að ég gæti lagt bílnum meðan þetta gengur yfir en því miður gengur það ekki alveg búandi svona upp í sveit. Stundum sæki ég molann í leikskólann og stundum fer ég og slæ nokkrar kúlur eftir vinnu. Það gengur bara alls ekki á hjóli. Ég væri bara alltaf á leiðinni eitthvað og hefði engann tíma fyrir vinnu eða annað svona smotterí sem við venjulegt fólk verðum að láta okkur lynda við.

Ég fékk gjöf frá golfklúbbnum áðan. Þetta eru rosa fínar golflúffur. Það versta við þær eru að þær eru svo stórar að ég get notað þær sem sokka.. haha verð nú aldeilis flott á vellinum með lúffurnar niður á hælum. Alltaf smekkleg!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger