Ég hefði átt að fylla bílinn minn fyrr, því um leið og það gerðist varð uppi umræða að nú færi bensínið að lækka ARG.. jæja þýðir ekki að ergja sig yfir því.
Skakki gaf mér íþróttaafmælisgjöf í gær ó jeah. Ég fékk nýja diskinn með YEAH YEAH YEAHS. Mig var búið að langa soldið í hann því hann fékk svo svakalega fína dóma auk þess sem við eigum fyrri diskinn. Skemmst frá að segja þá stendur þessi diskur alveg undir væntingum. Ég get því farið að skipta út Ghost Digital sem er búið að vera í spilaranum mínum síðan Skakki keypti sér hann! Hann hefur sem sagt ekki fengið að hlusta.
Í kvöld ætlar næturgesturinn að eyða með okkur einni nótt. Við ætlum að hjóla smá og skemmta okkur.
Annars eru þau tíðindi að segja af væntanlegum barneignum okkar að ég er búin að finna kerruna sem mig langar í. OH mægod hvað mig langar í svona kerru. Hún litla Tinna Maren sem kom heim í mars keyrir um í svona flykki sem foreldrar hennar kalla strætó. Og ég gjörsamlega féll endilöng fyrir þessu flykki. Mig langar í svona. Þó hún kosti nokkra tugi þúsunda. Það er hægt að fara með þetta flykki um fjöll og fyrnindi og tengja við hjól ef ekki vill betur.
Skakki gaf mér íþróttaafmælisgjöf í gær ó jeah. Ég fékk nýja diskinn með YEAH YEAH YEAHS. Mig var búið að langa soldið í hann því hann fékk svo svakalega fína dóma auk þess sem við eigum fyrri diskinn. Skemmst frá að segja þá stendur þessi diskur alveg undir væntingum. Ég get því farið að skipta út Ghost Digital sem er búið að vera í spilaranum mínum síðan Skakki keypti sér hann! Hann hefur sem sagt ekki fengið að hlusta.
Í kvöld ætlar næturgesturinn að eyða með okkur einni nótt. Við ætlum að hjóla smá og skemmta okkur.
Annars eru þau tíðindi að segja af væntanlegum barneignum okkar að ég er búin að finna kerruna sem mig langar í. OH mægod hvað mig langar í svona kerru. Hún litla Tinna Maren sem kom heim í mars keyrir um í svona flykki sem foreldrar hennar kalla strætó. Og ég gjörsamlega féll endilöng fyrir þessu flykki. Mig langar í svona. Þó hún kosti nokkra tugi þúsunda. Það er hægt að fara með þetta flykki um fjöll og fyrnindi og tengja við hjól ef ekki vill betur.