Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 júní 2005

Hvað er það einglega með þenna kulda? Er ekki komið sumar?
Maður bara spyr sig!

Ég sit hér í djúpum þönkum. Það er ekki vinnan sem á hug minn allan. Ó nei, það er spurning um enn eitt golfnámskeiðið sem hefur heltekið mig svo ég má vart mæla. Ég fór í fyrra og lærði heilmikið. En einhvernveginn hef ég ekki komist af stað í sumar. Það er eitthvað útlendingsgrey í vinnunni að auglýsa 6 tíma námskeið og spurning hvort ég eigi að skella mér. Þetta hefur orðið til þess að ég get varla unnið fyrir hugsunum. Hverjar eru líkurnar á því að ég fari af stað á móti líkunum á að ég haldi áfram eftir námskeiðið? Eins og þið skiljið þá er þetta alvöru vangaveltur og krefst alls af mér!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger