Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

07 júní 2005

Þá er ég flutt eina ferðina. Það er í þriðja sinn á þessu ári. Þetta eru vinnuflutningar. Ég ætla að vona að þetta sé nú í síðasta skiptið ég er eiginlega að fá nóg af þessu. Þetta er hinsvegar gott fyrir skrokkinn því hann þarf að minnka. Samkvæmt bréfi sem ég fékk í gær frá yfirvöldum þá er ég of þung og þarf að fara í heilmikla læknisrannsókn til að ganga úr skugga um að ég muni lifa næstu 20 árin. Spurning hvort sú skoðun nái einnig yfir bílslys og byltur og annað smáræðis sem getur komið fyrir í hinu daglega lífi. Ég veit hinsvegar ekki alveg hvernig ég á að fara að því að minnka ummál mitt svo um muni. Ég kann alla frasana og gæti haldið námskeið án þess að undirbúa mig neitt frekar. Borða minna, æfa meira, borða oftar, æfa meira... Einkaþjálfarinn sagði við mig að ég ætti að hætta að drekka diet pepsi og ég er búin að íhuga það. Held samt að það eitt og sér verði ekki til að minnka ummálið. Hvað segja einkaþjálfarar við fólk sem drekkur kaffi? Er þeim bent á að hætta að drekka kaffi? Hún sagði líka að ég ætti að hætta að borða nammi. Ég spyr á móti, hvaða nammi? Ég borða afar sjaldan nammi og með sjáldan þá meina ég svona tvisvar þrisvar í mánuði yfirleitt. Stundum oftar en yfirleitt ekki. Þetta verður ekki auðvelt viðureingar!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger