Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 júní 2005

Lífið er dásamlegt og ég tek þátt í því.... fílaði mig eins og junkí á laugardagskvöldið þegar ég sat í bílnum mínum á 100 km hraða á leið í bókabúðina að kaupa mér eina bók til að lesa. Skakki fór nefnilega að veiða í matinn og ég var ein heima. Mér tókst að hægja ferðina þegar mér var hugsað til þess að ef löggan stoppaði mig og ég yrði að svara af hverju mér lægi svona á: "Mig vantar BÓK". Er það ekki fullgild ástæða til að brjóta hámarkshraðaregluna????
maður bara spyr sig eins og Armour vinkona mín mundi segja...

Sunnudagurinn fór svo í að lesa bókina. Ég gerði ekkert af því sem ég hafði ætlað mér enda nennti ég ekki að laga til vitandi það að Skakki væri hálfur út í vatni að leika sér að matnum.

Á laugardaginn fór ég með Molanum og systurinni að skoða dýrin í sveitinni. Það var gaman en ég er samt lítið fyrir svona ævintýri og er fegin að þurfa ekki að gera það oft. Ég t.d. klappa ekki dýrum sem ég þekki ekki..ojojojo.. og ég fer ekki að gefa þeim einhverjar heylufsur vitandi það að þau gætu bitið mig í leiðinni... Molinn var ægilega hrifinn en það sem vakti mesta hrifninu hjá honum var gamli traktorinn. þar sat hann með "gabímín" og keyrði og keyrði.. Gabímín er besti vinurinn og þýðir þetta á fullorðinsmáli "Gabríel minn".

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger